Líffræðifélag Íslands
Líffræðiráðstefnan 2013
Erindi 91Um ferla og tengsl í vistfræði og þróunarfræðiSkúli Skúlason og Bjarni K. Kristjánsson

Fiskeldis- og fiskalíffræðideild, Hólaskóli - Háskólinn á Hólum

Kynnir/Tengiliður: Skúli Skúlason (skuli@holar.is)

Við viljum skilja náttúruna og veröldina betur og það er markmið allra góðra náttúruvísinda að stuðla að þessu. En hver er þessi náttúra og hvernig skilgreinum við og skipuleggjum við þekkingarleit okkar? Sögulega hafa tekist á sjónamið sem best er lýst með því að sjá náttúruna annars vegar sem stöðugt (static) fyrirbæri, eða hins vegar sem kvikt (dynamic) fyrirbæri. Líffræði, og þá ekki síst vist- og þróunarfræði, hafa mótast af þessum átökum. Greining á þessum málum dregur meðal annars athygli að því hvernig við metum gildi nálgana okkar og þeirrar þekkingar sem við öflum. Þetta er sérstaklega áhugavert að skoða í ljósi orða- og hugtakanotkunar og hvernig tilgátur og kenningar eru settar fram.