Nýr náttúrufræðingur

Út er komið 1.-2. hefti Náttúrufræðingsins, 85. árgangs, stútfullt af fjölbreyttu efni um náttúru landsins og rannsóknir á henni. Nokkrar greinar fjalla um líffræðileg efni, m.a. Skúli Skúlason ritar leiðara um Verðmæti hálendisins. Karl Gunnarsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Óskar Sindri Gíslason segja frá 15 tegundum framandi sjávarlífvera sem fundist hafa hér við land á undanförnum árum, m.a. grjótkrabba, flundru, …

Gott tímarit máls og menningar

Tímarit máls og menningar er kannski ekki þekkt fyrir margar greinar um líffræðileg efni. Sumarheftið 2014 var ánægjuleg undantekning, en í því voru fjölmargar greinar helgaðar Guðmundi Páli Ólafssyni heitnum og hugðarefnum hans. Á hugvísindaþingi 2014 var haldin málstofa honum til heiðurs, undir yfirskriftinni lífið er félagsskapur. “Lífið er félagsskapur – ekki aðeins manna heludr allar lífvera á lifandi jörð.” …

Hvatinn – nýr vísindafjölmiðill

Okkur bárust ánægjuleg tíðindi af nýjum fjölmiðli sem helgar sig vísindafréttum, og sem er rekinn af tveimur líffræðingum. Aðalvettvangur Hvatans er fésbókin, en tekið er við tillögum og ábendingum í gegnum hvatinn@hvatinn.is. Vonandi hefur hvatinn mikla og jákvæða virkni. Úr tilkynningu: ———————- Hvatinn.is er nýr fjölmiðill sem opnar í febrúar! Hann mun flytja fréttir af framförum í vísindum, bæði hér …

Lífríki Íslands hlýtur bókmenntaverðlaunin 2014

Síðasta haust kom út bókin Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson vistfræðing. Þann 30. janúar var tilkynnt að bókin hlyti Íslensku bókmenntaverðlaun, í flokki fræðibókmennta. Lífríki Íslands er einstakt verk. Í bókinn er safnað saman miklum fróðleik, bæði úr bókum og fræðigreinum um hin ýmsu lífkerfi landsins. Snorri nálgast efnið frá vistfræðilegu sjónarhorni og lýkur bókinni á einskonar stöðumati á lífkerfi …

Agnar Ingólfsson, fyrsti formaður Líffræðifélagsins

Náttúrufræðingurinn hefur verið gefinn út í 85 ár. Í blaðinu er greinar um íslenska og útlenda náttúru, jafnt yfirlitsgreinar og greinar um frumrannsóknir. Nýjasta heftið (3. og 4. árið 2014) er á leiðinni í pósti. Það er helgað Agnari Ingólfssyni vistfræðingi sem lést haustið 2013. Í heftinu eru nokkrar forvitnilegar greinar um vistfræðileg efni, sem tengjast rannsóknum og hugðarefnum Agnar …

Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson

Nýútkomin er bók um lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson vistfræðing. Forlagið gefur bókina út. Lífríki Íslands „Úthafseyjan Ísland kúrir norður við heimskautsbaug víðsfjarri öðrum löndum. Ekki eru nema rétt um 15.000 ár síðan hún var hulin þykkum ísaldarjökli langt í sjó fram. Lífríki á þurrlendi er væntanlega að öllu eða langmestu leyti aðkomið eftir að síðasta kuldaskeiði lauk. Ótal eldgosum …

Náttúrupælingar Páls Skúlasonar

Út er komin ný bók eftir Pál Skúlason, Náttúrupælingar. Á síðustu áratugum hefur Páll Skúlason unnið brautryðjendastarf í skipulegri hugsun um náttúruna. Í þeim greinum og erindum sem hér birtast veitir hann nýja sýn á samband manns og náttúru og skýrir á frumlegan hátt hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Hann …

Nýr náttúrufræðingur

Náttúrufræðingurinn er kominn út, þ.e.a.s. tölublöð 1 og 2 fyrir árið 2014. Meðal efnis er greinar um Loðnu, þróun og þroskun og sérlega athyglisverð grein um kynhneigð dýra eftir Örnólf Thorlacius. Efnisyfirlit heftisins má nálgast á vef Náttúruminjasafns Íslands. Ólafur K. Pálsson, Ástþór Gíslason, Björn Gunnarsson, Hafsteinn G. Guðfinnsson, Héðinn Valdimarsson, Hildur Pétursdóttir, Konráð Þórisson, Sólveig R. Ólafsdóttir og Sveinn …

Ráðgáta lífsins á prenti

Það er sérlega ánægjulegt að tilkynna að Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson er komin út hjá Bjarti. Úr tilkynningu bókafélagsins. http://www.bjartur.is/baekur/radgata-lifsins/   Lífið á jörðinni á sér langa sögu en uppruni þess er enn mikil ráðgáta. Stóraukin þekking á innri gerð og starfsemi lífvera hefur ekki megnað að auka skilning á uppruna þeirra. Margvíslegar tilgátur um uppruna lífs hafa verið settar …

Nýr Náttúrufræðingur

Nýjasta hefti náttúrufræðingsins (83. árg. 3.–4. hefti 2013) var að koma út. Í heftinu eru nokkrar áhugaverðar greinar um líffræði, rannsókn á örverum, sníkjudýra og stormmáfum. Guðný Vala Þorsteinsdóttir og Oddur Vilhelmsson – Skyggnst í örverulífríki Undirheima Karl Skírnisson – Um líffræði tríkína og fjarveru þeirra á Íslandi Sverrir Thorstensen og Ævar Petersen – Enn fjölgar stormmáfum í Eyjafirði Einnig …