Ágripavefur opinn – Líffræðiráðstefnan 2017 / Abstract submission for IceBio2017 now open

Opnað hefur verið fyrir innsendingu ágripa fyrir erindi og veggspjöld á Líffræðiráðstefnunni 26. til 28. október. Frestur til að senda inn ágrip er til 23. september.  Fylgið leiðbeiningum á þessari síðu: http://biologia.is/liffraediradstefnan-2017/agrip/ Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna síðar í mánuðinum. Við hvetjum fólk til að kynna líffræðirannsóknir sínar með erindum eða veggspjöldum. Framlög ykkar gera þessa ráðstefnu mögulega! Listi yfir staðfesta …

Líffræðiráðstefnan verður haldin 26. – 28. október  2017 í Öskju

Takið frá dagana 26. – 28. október, góðir hálsar, því það er ráðstefnuár í ár! Líffræðiráðstefnan verður haldin þessa daga í Öskju og undirbúningsvinna er komin á fullt. Við opnum fyrir innsendingu ágripa um miðjan ágúst. Eftirfarandi öndvegisfyrirlesarar hafa þegið boð um að flytja erindi: Gísli Másson, lífupplýsingafræðingur. Forstöðumaður Upplýsingatæknisviðs Íslenskrar Erfðagreiningar. Hafdís Hanna Ægisdóttir, plöntuvistfræðingur. Forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hjálmar Hátún, …