Fyrsta tilkynning: Líffræðiráðstefnan 5. – 7. nóvember 2015

Stjórn Líffræðifélagsins tilkynnir ráðstefnu um rannsóknir í líffræði 5. til 7. nóvember n.k.

Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og áður, opin fyrir öllum líffræðilegum viðfangsefnum, með 3 samhliða málstofum og yfirlitserindum.

R

Til glöggvunar má skoða síðu líffræðiráðstefnunar 2013.

Einhverjar breytingar verða á framkvæmd ráðstefnunar miðað við síðustu þrjú skipti. Helst ber að nefna að ráðstefnan mun hefjast á fimmtudegi, með yfirlitserindi og afhendingu viðurkenninga fyrir farsælann vísindalegann feril og ágætis byrjun. Aðrar nýjungar verða kynntar síðar.

Frestir til að senda inn ágrip og stinga upp á málstofum um sérstök efni verða auglýstir á vormánuðum.

Undirbúningsnefnd skipar stjórn líffræðifélagsins og aðrir sem vilja láta til sín taka.

Þeir sem hafa ábendingar um efni og framkvæmd eða áhuga á að taka þátt í skipulagi ráðstefnunar eru beðnir um að hafa samband.

Fyrir hönd stjórnar,

Arnar Pálsson.