Bókafundur og fréttabréf nóvember mánaðar 2014

Sælir félagar

Það er sérstök ánægja að minna ykkur á bókafund líffræðifélags Íslands, sem haldinn verður 19. nóvember í Öskju (17:30 til 19:00).
Þar verða kynntar þrjár bækur um líffræðileg efni.
Ráðgáta lífsins eftir Guðmund Eggertsson,
Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson og
Surtsey í sjónmáli eftir Erling Ólafsson og Lovísu Ásbjörnsdóttur.
Höfundar flytja stutt ávörp, opnað verður fyrir umræður og laufléttar veitingar verða í boði.
Bækurnar verða til sölu á tilboðsverði.
https://biologia.is/2014/11/07/kynning-a-liffraedibokum-19-november/

Aðrir viðburðir eða efni sem félagsmenn gætu haft áhuga á.
Verðmæti vísinda – Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði 18. nóvember kl 12:10 (hátíðarsalur aðalbyggingar HÍ)
Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í skólanum
http://luvs.hi.is/is/vidburdir/verdmaeti-visinda-fra-grunnrannsoknum-til-laekningavara-markadi
 

21. nóv. Rannsóknir á arfgengri heilablæðingu. Birkir Þór Bragason sérfræðingur við Rannsóknastöð í meinafræðum að Keldum
Stofa 131 í Öskju (kl 12:30).
http://luvs.hi.is/is/vidburdir/rannsoknir-arfgengri-heilablaedingu

Vísindafélagið stendur fyrir fundi um Kynjahalla í vísindum
21. nóvember. Þjóðminjasafn kl 11:30
http://luvs.hi.is/is/vidburdir/kynjahalli-i-visindum-stada-mala-og-framtidarsyn

25. nóvember Approaches to understanding polygenic susceptibility to cancer  Professor Sir Bruce Ponder,
http://lifvisindi.hi.is/node/500

Styrkt meistara eða doktorsverkefni um erfðafræði aðlögunar í bleikju.
Verkefnið er samstarf Skúla Skúlasonar og Bjarna K. Kristjánssonar við Háskólann á Hólum og Moiru Ferguson við Háskólann í Guelph.
https://biologia.is/2014/11/17/meistara-eda-phdverkefni-um-adlogun-i-bleikju/

Með kærri kveðju,
Arnar