Ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi

Tilkynning frá Samtökum líffræðikennara
 

Athygli er vakin á námskeiði fyrir grunn- og framhaldsskólakennara sem nefnist Ný vísindi með sjálfbærni að leiðarljósi.
 

Athugið að þátttakendum úti á landi stendur til boða að sækja námskeiðið í sinni heimabyggð. Staðlotum verður varpað í gegnum Netið og geta þátttakendur tekið þátt í rauntíma.
Markmið þessa námskeiðs er að styðja við kennara og styrkja þá í þverfaglegum vinnubrögðum og umfjöllun um viðfangsefni sem eiga það sameiginlegt að flokkast undir náttúruvísindi, sjálfbærni og tækni 21. aldar. Þau eru í eðli sínu þvert á greinar, bóklegar og verklegar. Mörg viðfangsefnanna teygja sig einnig yfir í samfélagsgreinar og samspil vísinda, tækni, náttúru og samfélags. Áhersla verður á grunnþætti menntunar, sérstaklega læsi og sjálfbærni í tengslum við loftslagsbreytingar, áhrif þeirra á náttúru, lífríki og efnahag.

Dæmi um viðfangsefni: nanótækni, líftækni, hafið, loftslagsverkfræði, vistheimt, sorp í framtíðinni, orkuvinnsla framtíðar, sýndartilraunir, læsi, náttúrulæsi og upplýsingatækni. Þátttakendur velja í sameiningu viðfangsefni vetrarins.

 
Námskeiðið hefst þann 12. september, hægt er fá nánari upplýsingar og skrá sig hér: http://natturutorg.is/nanonamskeid/